Söfnunin á Karolina Fund gekk vonum framar. Við náðum inn fyrir kostnaði við málþingið og eigum samt rúmar 300 þúsund kr. í sjóði.

Næsta verkefni verður gerð heimildamyndar um Hauk og þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist, með áherslu á fræðslu um tengsl flóttamannavandans, fátæktar og stríðsátaka við kapítalisma. Þorkell Ágúst Óttarsson tók fjölda viðtala í tengslum við málþingið og verða þau að einhverju leyti nýtt en gert er ráð fyrir að vinnan hefjist fyrir alvöru næsta vor.

Gerð kvikmyndar tekur langan tíma og vel kemur til greina að fleiri verkefnum verði sinnt í millitíðinni. Hugmyndir eru vel þegnar, einkum þær sem útheimta ekki mikil fjárútlát.

Ef einhver skyldi hafa hugmynd að fjáröflunarleið þá endilega hafið samband. Sem stendur er ekki gert ráð fyrir frekari úthlutunum en til kvikmyndagerðarinnar en ef einhver tekjustofn finnst þá munu foreldrar Hauks skipa þriggja manna úthlutunarnefnd.

Share to Facebook