Hústökur anarkista felast ekki í því að yfirtaka heimili fólks eins og t.d. landtökufólk í Ísrael gerir þegar það hendir Palestínumönnum út af heimili sínu og nýtur til þess verndar hersins. Hústökuhreyfing anarkista lítur svo á rétturinn til húsaskjóls sé æðri eignarrétti sem þjónar þeim tilgangi að mylja meira undir fyrirtæki og auðmenn á meðan láglaunafólk greiðir 70% launa sinna í leigu, ef það á annað borð finnur auða leiguíbúð. Þegar fyrirt aæki eða stofnanir (oft bankar) eiga fasteignir sem standa auðar árum saman, er markmiðið oft það að halda fasteignaverði í hámarki eða láta hús grotna niður viljandi til þess að hægt sé að fá leyfi til að rífa þau og byggja eitthvað gróðavænlegra en íbúðarhúsnæði.

Í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar hófust póitískar hústökur á Íslandi. Haukur þótt þátt í þeirri hreyfingu, kom m.a. að hústökunni á Vatnsstíg 2009. Það framtak var brotið á bak aftur og nú, 10 árum síðar, stendur húsið ennþá autt og er í algerri niðurníðsl Haukur kom einnig að hústökuhreyfinunni í Kaupmannahöfn. Hann fór síðar til Grikklands og vann þar með hústökuhreyfingu anarkista í Aþenu, meðal annars að hústöku með flóttafólki.

Óskar Steinn Jónínuson tók myndina af húsinu á Vatnsstíg. Hér má sjá fleiri myndir frá hústökunni.

Share to Facebook