IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi.

Samtökin byggja á þátttökulýðræði og eru rekin af félagsmönnum en ekki af launuðu starfsfólki eða verkalýðsforingjum. Liðsmenn hreyfingarinnar telja hlutverk verkalýðsfélags ekki vera það að koma til bjargar eftir að brotið hefur verið á starfsfólki heldur að koma í veg fyrir að það gerist. Samtökin skipuleggja starf sitt þessvegna inni á vinnustaðnum. Engir utanaðkomandi geta tekið ákvarðanir um það hvenær á að fara í verkfall, ljúka verkfalli, eða grípa til nokkurra annarra aðgerða á vinnustað. Heimssamband verkafólks er eina verkalýðsfélagið á Íslandi sem hefur það að markmiði sínu að uppræta kapítalisma.

Haukur hafði mikinn áhuga á því að koma á alvöru verkalýðshreyfingu á Íslandi. Starfsfólk veitingahúsa og hótela er stór af hópur sem nýtur takmarkaðra réttinda og auk þess á hátt hlutfall þeirra flóttamanna sem eru fyrst og fremst að flýja óbærilegt efnahagsástand helst kost á slíkri vinnu. Haukur reyndi að ná til þessa hóps með því að ráða sig í vinnu á veitingahúsum. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum því verkalýðurinn vildi frekar hanga í snjallsímanum í pásum en að ræða stéttabaráttu. Það er leitt að Haukur skuli ekki hafa lifað það að sjá það umrót sem hefur átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi síðasta árið.

Myndin er frá verkfallsfundi rakara í New York 1913

Share to Facebook