Kæru félagar,

Þegar texti af þessu tagi er skrifaður rifjast upp ótal minningar sem annars hefðu ef til vill legið áfram í dvala. Við kynntumst Hauki fyrst þegar hann var með sítt hár með allskonar dóti í, berfættur og með flautuna á lofti. Það var í íbúð á Grettisgötu fyrir 10 árum síðan þar sem við leigðum herbergi og hann var iðulega gestur. Okkur fannst hann skemmtilegur, óheftur, uppátækjasamur og svo bjó hann yfir bráðsmitandi prakkaraskap. Við brölluðum ýmislegt með honum í gegnum tíðina. Á löngu tímabili var hann með lykla að heimili okkar í Vesturbænum og gekk um eins og hann vildi. Samgangurinn var mikill og þykir okkur vænt um þann tíma sem við áttum með honum og þeim manneskjum sem við kynntumst í gegnum hann.

Við minnumst Hauks ekki einungis sem samherja í hinum ýmsu málstöðum heldur sem einstakri persónu sem bjó yfir samkennd, kærleika og fórnfýsi sem var ekki síður smitandi en prakkaraskapurinn.

Ástar- og baráttukveðjur,
Pontus og Stína.

Share to Facebook