Einar Karl Friðriksson svarar pistli mínum „Að stjórna stelpum“ með færslu sem á að vera paródía.

Myndin með færslu Einars Karls sýnir þrjár búrkuklæddar konur.

(Uppfært: (Þar sem myndin sést ekki á Wayback notaði ég mynd frá Wikicommons.)

Hér er mitt svar:

Þessar stúlkur eru ekki á leið á grímuball. Í fyrsta lagi tíðkast grímuböll ekki í Afghanistan, í öðru lagi eru þetta fullveðja stúlkur en ekki börn. Í þriðja lagi þætti það engan veginn við hæfi fyrir konur í Afghanistan að leika nokkurt þeirra hlutverka sem þú nefnir, jafnvel þótt grímuböll væru stunduð.

Á Íslandi mega litlar stelpur leika sjóræningakalla ef þær vilja. Ef þær hinsvegar eru fullkomlega ánægðar með að vera stelpur, mega þær líka vel leika sjóræningjastelpur. Ef foreldri kaupir sjóræningjastelpukjól (sem hefur enga sögulega skírskotun, er fullkomlega ímyndað fyrirbæri fundið upp til að koma til móts við óskir stelpna sem vilja BÆÐI vera stelpur og sjóræningjar) þá fylgir því ekki kvöð um að klæða barnið í korselett og varalita það.

Þú ert með þessari heimskulegu færslu að reyna að gefa til kynna að það sé aðeins stigsmunur á kvennakúgun á Íslandi og í Afghanistan. Það er viðbjóðsleg móðgun við konur sem hafa flúið Afghanistan til að bjarga sér frá kerfisbundnu ofbeldi, nauðungarhjónaböndum og því að vera upp á bræður sína komnar til dauðadags. Ég þekki persónulega konu í þeirri aðstöðu og ég get lofað þér því að henni finnst þú nákvæmlega ekkert sniðugur.

Færsla Einars Karls er aðgengileg hér undir fyrirsögninni „Öskudagur í Afganistan


Myndin er af Wikicommons