Femínistaruglið nær sífellt nýjum hæðum.

Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin.

Drottinn minn dýri hverskonar eiginlega þvæla er þetta? Herkonum er hlíft við hættulegustu verkefnunum einmitt vegna þess að þær eru konur.

Það er ekkert að því að einbeita sér sérstaklega að tilteknu réttlætismáli, eins og t.d. ofbeldi gegn konum. En í þessum pistli er talað um kynbundið ofbeldi eins og allt ofbeldi sem konur verða fyrir sé ofbeldi sem þær hefðu ekki orðið fyrir ef þær væru karlar. Sem er fáránleg einföldun. Í þessari málsgrein sem ég tiltók er meira að segja skautað fram hjá því að konur eru síður settar í hættu nema þær óski beinlínis eftir því. Mér finnst herskylda vera gott dæmi um ofbeldi yfirvaldsins gagnvart almennum borgurum. Misalvarlegt eftir verkefnum auðvitað. Barátta feminista fyrir því að fá að setja sig í hættu er eitt dæmið um það sem ég álít rangar áherslur. Það myndi þjóna hagsmunum bæði kvenna og karla að berjast gegn hernaði.

Nú eru Norðmenn búnir að ná þeim „frábæra“ áfanga í jafnréttismálum að skylda konur til herþjónustu. Mér finnst þetta álíka góður árangur og að fjölga konum sem sæta pyntingum