Stutt þing, nýja stjórnarskrá

[Eftir að pistillinn birtist var mér bent á að í tillögunni frá SEN hafði orðalaginu „fullt gjald“ (fyrir afnot af auðlindum) verið breytt í „eðlilegt gjald“. Það er veiking sem ég tel að sé til vansa, og að rökin fyrir henni séu mjög veik. Því tel ég eðlilegast að samþykkja einfaldlega tillögu Stjórnlagaráðs óbreytta.] Halda áfram að lesa

Heift Gunnars Helga gegn persónukjöri

Á þriðjudaginn í síðustu viku var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í viðtali í Speglinum um tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.  Þar var hann meðal annars spurður um ákvæði um persónukjör í tillögunni, og svaraði svo:
Halda áfram að lesa

Árás hafin á stjórnarskrártillöguna

Þótt tillaga Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé ekki mjög róttæk er nokkuð öruggt að hún muni mæta mikilli andstöðu  þeirra afla sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við því stjórnarfari sem hér hefur ríkt í áratugi.  Þar á meðal eru ýmis voldug hagsmunasamtök (t.d. LÍÚ) og allir stjórnmálaflokkarnir fjórir sem hafa drottnað yfir ríkisvaldinu og notað það fyrir ýmislegt annað en hagsmuni þess almennings sem það ætti  að þjóna.  Þessum öflum hefur tekist að koma í veg fyrir teljandi breytingar á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun, þótt lagt hafi verið upp með að hana ætti að endurskoða fljótlega þegar hún var tekin upp fyrir sextíu og sjö árum. Halda áfram að lesa

Vill Stjórnlagaráð flokksræðið áfram?

Á vef Stjórnlagaráðs er sagt frá nýsamþykktum tillögum þess um löggjafarmál og fleira.  Þar segir meðal annars:

Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra, en forseti Íslands verði eins konar verkstjóri í viðræðum milli þingflokka, líkt og verið hefur.

Í tillögu ráðsins stendur nákvæmlega þetta: Halda áfram að lesa

Stjórnlagaráð: Eftirlit með leynilögreglu

Eftirfarandi erindi sendi ég til Stjórnlagaráðs.

Á Íslandi hafa yfirvöld lengi stundað ýmiss konar rannsóknir sem skerða persónufrelsi og friðhelgi einkalífs.  Flestir munu sammála um að slíkt sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt við ýmsar aðstæður.  Engu að síður er ljóst að slíkar heimildir eru stundum misnotaðar.  Því meiri leynd sem hvílir yfir slíkri starfsemi, og því víðtækari heimildir sem yfirvöld hafa, því líklegra er að misnotkunin verði gróf, og fari í bága við mannréttindi sem eru í orði tryggð í stjórnarskrá.  Jafnvel í löndum eins og Svíþjóð og Noregi hefur leynilögregla af ýmsu tagi orðið uppvís að alvarlegum og kerfisbundnum brotum gegn saklausu fólki, eins og kom fram í úttektum rannsóknarnefnda um þessi mál í umræddum löndum. Halda áfram að lesa