Mega dómstólar hunsa stjórnarskrá?

Þann 16. nóvember í fyrra var Lárus Páll Birgisson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn  lögreglulögum af því að hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, sem krafðist þess að hann yfirgæfi gangstéttina fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna þar sem hann stóð með skilti.

Halda áfram að lesa

Vilja saksóknarar pólitískar ofsóknir?

Í Ákærendafélagi Íslands eru, samkvæmt formanni þess Jóni H. B. Snorrasyni, allir handhafar ákæruvalds í landinu, þ.á.m. saksóknarar, og fulltrúar þeirra. Félagið sendi Allsherjarnefnd Alþingis nýlega umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála, þar sem lagt er til að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Rökin fyrir auknum heimildum eru staðhæfingar greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að „alvarleg skipulögð glæpastarfsemi væri að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir væru að skjóta hér rótum.“ Ennfremur heldur innanríkisráðherra, sem er upphafsmaður frumvarpsins, því fram að skipulögð glæpastarfsemi „grafi undan grundvallarmannréttindum“, þótt sú furðulega staðhæfing sé ekki skýrð nánar. Halda áfram að lesa

Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera

Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins.

Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var í nafni embættis hennar.

En gott væri að hún fjarlægði ummæli sín strax, og bæðist afsökunar á frumhlaupinu.

Geirfinnsmálið, Brynjar og réttarríkið

Í Silfri Egils í gær, og í blaðagreinum, hefur Brynjar Níelsson kynnt þá skoðun um Geirfinns- og Guðmundarmálið að afturköllun játninga sé merkingarlaus, og að ekki sé hægt að endurupptaka mál nema til komi ný sönnunargögn.  Burtséð frá því að réttarkerfið mætti e.t.v. stundum taka breytingum, þótt mikilvægt sé að slíkt sé gert varlega, þá velur Brynjar að horfa fram hjá kjarna málsins, og hengja sig í staðinn í formsatriði, og það þótt um sé að ræða eitthvert mikilvægasta óréttlætismál síðari tíma í íslenska réttarkerfinu. Halda áfram að lesa