Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa

Af menningarslysförum æsku minnar

Ég var algjört lúðabarn. Mig skortir ennþá tískuvitund en ég hlýt að hafa slegið öll met í hallærislegum útgangi á síðustu árum grunnskólagöngu minnar. Aðrar stelpur gengu í þröngum gallabuxum og háskólabolum. Ég vildi helst ganga í gömlum kjólum af móður minni og hýjalínsmussum. Náttföt hinna stelpanna voru stuttir bómullarnáttkjólar með áprentuðum myndum en ég gekk í síðum drottningarserkjum með pallíettum og pífum. Ég átti einn sem líktist þessum á myndinni.  Halda áfram að lesa