Nýtt vandamál?

ísÞegar ég var lítil fékk ég stundum ís í brauðformi með súkkulaðidýfu.
Fullkominn ís, sem leit út eins og á mynd í skólabók. Kramarhúsið niður, ísinn upp, dýfan heill hjúpur. Maður hélt utanum kramarhúsið, beit súkkulaðihjúpinn varlega utan af og sleikti ísinn.
Ég bið enn um það sama þegar ég fæ mér ís. Ís í brauðformi með dýfu. Ekkert kurl eða neitt svoleiðis. Halda áfram að lesa