Íslenskir ostar eru skyldari tyggjói en osti

Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég flutti til útlanda hvers konar drasl íslenskir brauðostar eru.  Ostur er reyndar rangnefni, þeir eiga meira skylt við gúmmí. Og nei, ég er ekki að tala um gerviost sem er seldur sem pizzuálegg heldur þetta rusl sem er kallað brauðostur, góðostur, skólaostur gauda o.s.frv. Halda áfram að lesa

Pistill handa sjoppueigendum

softice_600_01

Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Halda áfram að lesa

Betra eftirlit með örorkusvindlurum

RUV birti ekki alls fyrir löngu frétt af 18 ára dreng sem hefur verið fatlaður frá fæðingu en þarf nú að sanna fötlun sína svo hann fái örorkubætur. Enginn vafi hefur leikið á fötlun hans hingað til og móðir hans hefur fengið umönnunarbætur en þar sem hann hefur nú náð 18 ára aldri er tilvalið að nota það tækifæri til að skapa dálítið vesen. Halda áfram að lesa

Lítil saga af búrapa

images1Lítil saga af búrapa.

Ég sendi opinberri stofnun fyrirspurn um hversu langan tíma ég hefði til að leggja fram formlegt erindi. Viika leið en ég fékk ekkert svar. Ég ítrekaði fyrirspurnina og fékk þær upplýsingar að hún hefði verið „send í vinnslu til lögfræðings.“

Ég spurði hvort væri rétt skilið að starfsmaðurinn vissi ekki hvaða reglur giltu hjá embættinu eða hvar hægt væri að nálgast þær. Fékk þá strax fullnægjandi svar ásamt afsökunarbeiðni (nefni þessvegna ekki stofnunina.)

Stundum dettur mér í hug að almennir starfsmenn séu notaðir til að sía frá þá sem hafa ekki tíma til að krefjast svara.