Amma Hulla og handritin

44Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa

Það var bara ekkert hægt að hafa þetta svona!

Ég giftist Hilmari 18 ára og ólétt. Fyrsta heimilið okkar var í vesturbæ Hafnarfjarðar en þegar Haukur fæddist fluttum við í götóttan hjall við Lækinn. Hann hét Brautarholt og var rifinn fyrir mörgum árum. Þegar við fluttum inn hafði húsið þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft og dæmt til niðurrifs en þar sem eigandi neðri hæðarinnar, fátæk, einstæð móðir með bein í nefinu, harðneitaði að flytja nema bærinn útvegaði henni íbúð sem hún réði við að borga af, varð ekkert af framkvæmdum í nokkur ár. Halda áfram að lesa

Mitt fyrsta ljóð

Ég var nú svo lítil að ég man ekkert eftir því sjálf en móðir mín sagði mér einhverntíma sögu af mínum fyrstu skáldskapartilburðum. Ég var víst bara rétt orðin talandi og ekki búin að læra rím og stuðla.

Ég sat á rauða gólfteppinu í Efstalandinu og söng:

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Amma stóð við gluggann og horfði út
„Ætlar karlhelvítið ekkert að fara að koma?
Ja sá sklasko heyra það þegar hann kemur.“

Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana og þess ber að geta að móðir mín er ennþá lygnari en ég sjálf. Ég minnist þess þó að hafa sagt sklasko fram yfir fimm ára aldur.

Nammidagar

nammiAmma vann í lúgusjoppunni á Langholtsvegi. Ég var þriggja eða fjörurra ára og stöku sinnum var ég hjá henni í vinnunni, kannski einn eða tvo tíma. Ég veit ekki hvernig það kom til en finnst líklegast að þetta hafi verið ráðstöfun til að brúa bilið milli leikskóla og vinnutíma móður minnar eða eitthvað í þá veru. Halda áfram að lesa