Tvöfaldur og tvítekinn

Þvottapottur, innivinna, happatappi, rottuskott, kakkalakki,

Ég fann Fésbókarfærslu frá 2013 þar sem ég hafði beðið Fésverja að hjálpa mér að finna eða búa til fleiri orð af þessu tagi, þ.e. sett saman úr tveimur orðum með sömu samstöfunni af einum sérhljóða og tvöföldum samhljóða. Hér eru tillögur. Endilega bætið við. Halda áfram að lesa

Deila færslunni

Share to Facebook

Tannheilsuráðherrann

Fann ekki mynd af hans hátign en þetta mun vera dóttir hans súkkulaðiprinsessan

Mig dreymdi að kóngurinn í Sælgætislandi væri orðinn tannheilsuráðherra. Ég hafði ákveðnar efsemdir um að hann væri rétta manneskjan i djobbið en þetta kom mér samt eiginlega ekkert á óvart. Glámur og Skrámur komu ekki fyrir í draumnum en Kata Jakobs var ægilega reið út af þessu og sagði „blimy barasta“ þegar Ríkisútvarpið spurði hana álits.

Deila færslunni

Share to Facebook

Pólitískur þefur

Því hefur verið haldið fram að það sé pólitískur þefur af komandi Alþingiskosningum. En hvernig er pólitískur þefur og hvernig lykta stjórnmálaflokkarnir hver um sig? Starafugl birti í gær stjórnmálaskýringu sem byggir á rannsóknarverkefni Snorra Páls, sem felst í ítarlegri þefgreiningu á stjórnmálaflokkunum.

Nornin lagði sitt til rannsóknarinnar, hér eru þau svör:

Halda áfram að lesa

Deila færslunni

Share to Facebook

Mig dreymir um Fálkaorðuna

Draumfarir næturinnar: Ég hafði tekið að mér að veita og afhenda fálkaorðuna.

Þeir sem ég taldi verðuga voru Margrét Tryggvadóttir fyrir að hafa ekið hjólbörum, fullum af grænum piparkornum yfir Öræfajökul, og Lommi, fyrir að hafa fundið upp ostaskera þeirrar náttúru að með honum mátti sneiða stjórnarskrána og hafa hana ofan á brauð.

Ennfremur tilkynnti ég „the High Commissioner for Governmental Bling-Bling“ í símskeyti með mynd af Landspítalanum, að orðan yrði hér eftir veitt á stafrænu formi.

Deila færslunni

Share to Facebook