Spurning Jónasar Kristjánssonar

stupid

Jónas Kristjánsson spyr hvort Sigmundur Davíð sé bófi eða bjáni.  Samkvæmt hugmynd Carlo M. Cipolla um bjánaskapinn fer þetta tvennt gjarnan saman. Ritgerð Cipolla heitir í enskri þýðingu „The Basic Law of Human Stupidity„. Með orðinu „stupidity“ á hann ekki við heimsku í merkingunni lág greindarvísitala heldur það sem ég kalla bjánaskap; tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem eru bæði órökréttar og hafa fyrirsjáanlega í för með sér meiri skaða en ávinning.

Halda áfram að lesa

Af virðingu stofnana

Screenshot (136)Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins og Árni. Klæddust eins og einhverjir Vestmannaeyingar í þingsal.

Halda áfram að lesa

Fyrsta spurning dagsins

Yfirleitt vakna ég með spurningu í huga. Ekki eitthvað sem skiptir máli eins og hvort sé líf eftir dauðann eða hvernig hægt sé að bjarga heiminum, heldur eitthvað sem ég minnist ekki að hafa nokkurntíma velt fyrir mér áður og skiptir mig í raun engu máli. Oftast eitthvað sem ég get ekki tengt við mitt daglega líf eða það sem ég var að hugsa um daginn áður. Venjulega brenna þessir hlutir á mér fyrstu 5 mínúturnar eftir að ég vakna en þetta eru samt sjaldan svo ágengar spurningar að ég hafi áhuga á að gúggla svörin hálftíma síðar. Ég sé enga reglu í þessu heldur, allt fremur kaótískt.

Hvernig fjölga hrúðurkarlar sér?
Eru tannskemmdir stórt vandamál meðal apa?
Er til stöðluð skilgreining á dropa?
Gera dýr sér grein fyrir kyni afkvæma sinna áður en þau verða kynþroska?
Hafa fiskar bragðskyn?
Er fylgni milli þess hvenær fólk fer í rúmið og þess hvenær það borðar fyrstu máltíð dagins?
Hafa sýkópatar sjálfstæðari smekk á fatnaði, tónlist og öðrum tískutengdum fyrirbærum en aðrir (þar sem þeir setja sig ekki í spor annarra)?
Um daginn velti ég því fyrir mér hvernig kafarar fari að ef þeir þurfa að hnerra í kafi.
Í morgun langaði mig að vita hvað kæmust mörg sandkorn í ísmolabox.

Þetta eru pælingar sem virðast ekki þjóna neinum tilgangi og ég veit ekki hvaðan þær koma. Mér finnst samt einhvernveginn ótrúlegt að þær spretti bara úr einhverju tómi. Og nú er ég að velta því fyrir mér hvort þetta sé algengt og hvort einhver hafi fundið skýringar á þessu.