Það var bara ekkert hægt að hafa þetta svona!

Ég giftist Hilmari 18 ára og ólétt. Fyrsta heimilið okkar var í vesturbæ Hafnarfjarðar en þegar Haukur fæddist fluttum við í götóttan hjall við Lækinn. Hann hét Brautarholt og var rifinn fyrir mörgum árum. Þegar við fluttum inn hafði húsið þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft og dæmt til niðurrifs en þar sem eigandi neðri hæðarinnar, fátæk, einstæð móðir með bein í nefinu, harðneitaði að flytja nema bærinn útvegaði henni íbúð sem hún réði við að borga af, varð ekkert af framkvæmdum í nokkur ár. Halda áfram að lesa

Af róttækni bernsku minnar

Í leit minni að felgulykli festist ég stutta stund í nýársboði hjá systur minni. Var þar meðal annarra stödd móðir mín sem rifjaði upp bréf mitt til Elíasar sáluga Bjarnasonar.

Umrætt bréf er fyrsta dæmið um þá aðferð sem ég hef mest notað til þess að angra yfirvaldið. Mér þótti reikningur óbærilega leiðinleg námsgrein og átti fastlega von á  að deyja úr leiðindum fyrir aldur fram ef ekkert yrði að gert. Ég taldi víst að Elías Bjarnason, fyrrum yfirkennari, væri rót allar reikningskennslu. Án hinna ömurlegu bóka hans yrði grunnskólinn frjáls frá þessháttar leiðindum. Halda áfram að lesa