Dagbók frá 7. bekk 34

Mamma gaf mér bók sem heitir “andleg kreppa”. Það er svona sálfræðibók. Mér finnst gaman að lesa hana en ég skil ekki alveg af hverju mamma var að gefa mér hana. Ég held að hún vilji að ég haldi að hún sé í andlegri kreppu en ég held það ekki neitt. Hún er bara að kafna úr frekju og vill að allir hafi áhyggjur af sér. En hún er samt góð þessa dagana og ég ætti að vera þakklátari. Hún dekraði við mig á allan hátt þegar ég kom heim og Gunni líka.

 

Dagbók frá 7. bekk 25

Allt er ömurlegt. Freyja er farin heim af því hún fer til tannlæknis á morgun og Rósa er öll í strákunum og aldrei inni á harbergi og Silla og Sigga eru alltaf saman svo ég er alein, líka um helgar. Diddi talar ekki einu sinni við mig, eins og við vorum góðir vinir á mánudagskvöldið. Núna lætur hann sem hann sjái mig ekki. Mér er alveg sama um hann, leiðist bara að vera ein. Rósa er ekkert sæt en samt eru allir strákarnir utan í henni. Bara af því að hún er fyndin. Ég er ekki fyndin. Ég er bara háfleyg og engum finnst það neitt spennandi. Ég get ekki einu sinni verið fyndin þótt ég reyni það. En ég held samt að ég sé aðeins að grennast. Ég er allavega hætt að éta.

Amma Hulla og handritin

44Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa