Þrefaldur og ypsilon

Orð með þreföldum samhljóða og ypsiloni.

 • Bygggarðar
 • Bygggrautur
 • Djammmyndir
 • Fyrrrakinn
 • Gulllykill
 • Hrygggigt
 • Illleysanlegt
 • Krydddropar
 • Krydddrykkur  – Tvö y og þrefaldur samhljóði
 • Nátttryllingur
 • Rokkkynslóð
 • Sigfússsynir

 

Vafasamari orð af sama toga:

 • Gabbbyssa
 • Illlyndi
 • Rabbbytta
 • Rassslyppur
 • Rasssynd
 • Sukkkytra
 • Tollleysi

Málfarsúrræði

Nýyrðasmíð er áhugaverð, skemmtileg, góð. Nýir tímar kalla á ný orð og það er gaman að auðga málið með góðum nýyrðum, vel heppnuðum tökuorðum og endurvinnslu á úreltum orðum.

Það gladdi því viðkvæma málkennd mína þegar ég sá hið dásamlega orð langtímabúsetuúrræði, notað í frétt um aðstæður heimilislausra. Hversvegna að nota jafn fábreyttan orðaforða og húsnæði, dvalarstaður, híbýli, vistarvera, heimili, skjólshús, bústaður, íverustaður, gististaður og athvarf, þegar mögulegt er að nota hið stórkostlega vanmetna orð úrræði?

Ég legg til að sett verði á laggirnar svokölluð úrræðanefnd og verði hlutverk hennar að finna og útbreiða ýmis málfarsúrræði með áherslu á lausnir annarsvegar og úrræði hinsvegar. Úrræðanefnd gæti lagfært ýmsar ambögur og sett úrræðalausnir í staðinn. Greiðslufrestur yrði þannig frestunarúrræði, fæðingar yrðu barneignalausnir, brandari yrði spaugsemisúrræði og brauðrist yrði ristabrauðslausn.

Helst þyrfti úrræðanefnd að bjóða upp á heildrænar máfarslausnir með heildstæðum nýyrðaúrræðum.

 

Freudian slip

Gerði mig seka um freudian slip í dag. Ætlaði að skrifa „órökstudd fullyrðing“ en varð það á að skrifa „órökstudd fullnæging“. Ég er nefnilega þessi sem vil að hlutirnir meiki sens og hef engan áhuga á fullnæginu sem ekki á við góð rök að styðjast. Reyndar má til sanns vegar færa að rakalaus fullnæging sé ekkert sérlega góð.  Halda áfram að lesa