Fimmtudagssalat

Á mínu heimili borðum við venjulega frekar þungan mat um helgar og fáum okkur sætabrauð með morgunkaffinu. Án þess að hafa tekið meðvitaða sukkjöfnunarstefnu borðum við venjulega frekar létta máltíð á fimmtudagskvöldum, oft er það salat ásamt köldum kjúklingi, túnfiski og eggi, maískólfi, baunum eða hummus. Það er alger misskilningur að maður verði ekki saddur af slíkri máltíð en matgoggar fá sér þá bara brauð með. Halda áfram að lesa