Var Muhammad spámaður barnaníðingur?

Kvennablaðið birti nýverið viðtal Evu Hauksdóttur við Sverri Agnarsson formann félags múslíma á Íslandi. Í framhaldinu ákváðum við að birta svör Sverris við nokkrum spurningum sem hafa verið áberandi í umræðu síðustu vikna. Hér kemur það fyrsta.

Hvernig getur það staðist að Islam boði ekki barnabrúðkaup og þar með barnaníð, þegar Muhammad spámaður, hin fullkomna fyrirmynd múslíma, kvæntist 6 ára barni og fullkomnaði hjónabandið þegar stúlkan var 9 ára?

Sverrir svarar:

Við skulum hafa í huga að í Mekka og Medína þegar Islam kemur fram á sjónarsviðið er tímatal mjög óljóst og allar upplýsingar um aldur því vafasamar. Það er samt hægt að strika strax burt orðið barnaníð því það er óumdeilt að Aisha, en það er nafn konunnar, var kynþroska þegar samlíf þeirra hófst og að hún hafði áður verið lofuð öðrum manni. Það virðist vera að útbreidd skoðun að margar heimildir séu til um aldur Aisah þegar hún giftist Múhammad. Sumir, sem blása hvað mest um þetta mál hérlendis virðast halda að hún hafi sjálf skrifað um það í bók eða að hún hefði nefnt aldur sinn við giftingu beint við Buhkari sem er virtasti heimildarmaðurinn um líf spámannsins.

Það er langt í frá að til séu margar eða áreiðanlegar heimildir um giftingaraldur Aisahu Eina heimildin sem Bukhari, sem er áreiðanlegastur hadith fræðimannanna, skráir um að Aisha hafi verið 9 ára kemur frá einum manni, Hishab ibn Urwa, þegar hann er orðinn gamall maður í Irak 70 árum eftir dauða Múhammeds og hafði verið í munnlegri geymd 6-7 kynslóða þegar Bukhari skrifar hana niður.  Það er að vísu einn annar heimildarmaður hjá Múslím, sem var lærisveinn Bukhari, en þar sem Bukhari tekur hann ekki með er hún vafassöm og þegar ekki eru allavega þrír heimildarmenn að hadith, telst hún veik.

Þegar Bukhari skrifar niður þessa sögn eru liðin 200 ár frá dauða Hisham ibn Urwa sem sagði söguna og u.þ.b. 220 ár frá  láti Muhammads og heimildirnar eru munnmæli. Það er bara þessi eina heimild sem er undirstaðan í öllum skrifum og fullyrðingum sem segja að Aisha sé 6 ára við giftingu og 9 ára þegar samvera þeirra hefst. Engin önnur heimild í öllum þeim þúsundum heimilda sem Bukhari skrifaði niður nefnir þetta. Þess er aldrei getið (og sennilega hafa flestir um það enga hugmynd) að til eru margar aðrar frásagnir og sögulegar heimildir sem geta varpað ljósi á aldur Aishu og þær segja allt annað. Það er miklu líklegra að hún hafi verið að minnsta kosti 18 ára.

Það er rétt að margir islamskir kennimenn vitna í þessa heimild sem byggir á frásögn Hisham ibn Urwa en heimildin verður ekkert áreiðanlegri þótt þeir trúi því að hadithur Bukharís séu óbrigðular og vilji byggja lagasetningar á jafnvel veikum hadithum. Karlremban tók fljótlega yfir allar ritskýringar í Islam eins og í öðrum trúarbrögðum en aldur Aishu var lítið ræddur þar til á síðustu öld og aldrei af samtímamönnum Muhammads enda hefur gifting þeirra ekki skorið sig úr öðrum hjónaböndum þess tíma.

Sannleikurinn er sá að enginn getur vitað neitt með vissu um aldur Ashiu þegar hún giftist Muhammad. Sennilegast er að hún hafi verið 18 – 20 ára þegar hjónband þeirra hefst.

Aisha lifði mörg ár eftir Muhammad og er ein helsta heimildin um hann. Lýsingar hennar á honum sem einstaklingi og eiginmanni bera vott um djúpstætt samband milli þeirra sem er eins lang frá barnaníði og hægt er. Hér er greinargóð og stutt heimild sem greinir þetta nánar.