Vælandi lögmenn

Flestir eru nú orðnir fórnarlömb. Ekki hvarflaði að mér þegar ég ákvað að læra lögfræði að ég væri með því að ganga inn í væluskjóðusamfélag. Hvers vegna ætti meira en helmingur þeirra sem læra lögfræði að verða lögmenn – það eru margir aðrir kostir í boði, t.d. þægileg störf hjá ríkinu. Og af hverju ættu dómstólar að taka tillit til álagsins á lögmönnum? Þeir sem reka lögmannsstofur geta oftast stjórnað því hversu mörg og stór verkefni þeir taka að sér og ef þeir eru með of mikið á sinni könnu eiga þeir bara að ráða fleira fólk.

Það er bara fínt, ef rétt er, að svona margir lögfræðingar stefna ekki á lögmennsku og kannski ekki einu sinni á vinnu sem lögfræðingar. Það er þá ekki ástæða til að ætla að róbótavæðingin muni valda verulegu atvinnuleysi meðal lögfræðinga. Og kannski bara kostur að þeir sem héldu að lögmenn þyrfu ekki að vinna fyrir laununum sínum eins og annað fólk finni sér eitthvað annað að gera.