Útilega – dagur 2

Annan daginn skoðuðum við nokkur jökullón og fallegt gil

 

Það sem sést ekki á myndunum er að það var allt fullt af túristum þarna. Bátaumferð á öllum lónunum. Datt engum í hug að friða að minnsta kosti eitt þeirra? Við mynduðum heldur ekki klósettpappírinn sem liggur úti um allt. Ég held að almennileg salernisaðstaða við þjóðveginn sé mun skilvirkari leið til að losna við það vandamál en að birta myndir af túristum að ganga örna sinna eða afrekunum sjálfum. Ekkert mun nokkru sinni stöðva fólk í því að losa sig við úrgang.

Myndavél á sérkennilegum stað. Einhverjir á vegum Univerity of St Andrews
nota búnaðinn til að fylgjast með breytingum í jökullóninu.

Þegar við komum hingað var þar fyrir kraðak af túristum. Einari fannst nú ekki alveg við hæfi að eitthvert ókunnugt pakk væri að athafna sig í „eldhúsinu“ hans en sagði ekkert. Leit ekki einu sinni í áttina til þeirra. Sem betur fer fóru þeir stuttu síðar. Hér eru Einar og Mouhamed í eldhúsinu.

Um kvöldið fórum við svo á Höfn og gistum hjá vinafólki. Fengum unaðslega gott holugrillað lambalæri í kvöldmat. Ég var dálítð fegin að fá að sofa í húsi því mér hafði verið kalt nóttina áður. Tókum því miður engar myndir á Höfn.