One thought on “Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir

  1. —————————————

    Þetta er mjög gott. Skilmerkilegt og rökstutt. Nú er bara að fá þingmenn til að lesa þetta allt. Mín reynsla er sú að stjórnmálamenn renna hratt yfir meginmálið og lesa niðurlag. Ef maður nær ekki að grípa þá með niðurlaginu og fá til að kynna sér málið betur er leikurinn tapaður.

    Held það hafi tekist að vekja athygli hjá þér Eva.

    Posted by: Walter | 22.11.2011 | 8:59:50

    —————————————

    Takk Walter. Ég held að það sé alveg rétt hjá þér að þingmenn séu ólíklegir til að lesa allt sem umsagnaraðilar hafa að segja gaumgæfilega og þeir sem ætla sér að styðja tillöguna munu sennilega síður gera það en hinir.

    Það er tímafrekt að kynna sér allar hliðar mikilvægra mála og ég hef að nokkru leyti samúð með þingmönnum sem áreiðanlega eru drekkhlaðnir verkefnum en það er þeirra atvinna og ábyrgð að kynna sér málin og þeir voru ekki skikkaðir í þetta starf. Þessvegna geri ég þá kröfu til þeirra að þeir setji sig almennilega inn í það sem þeir eru að fjalla um á þingi.

    Þar sem ég var beðin um álit ákvað ég að gera þetta almennilega, frekar en að skrifa bara eina blaðsíðu sem segir ekkert annað en það að ég sé á móti þessu. Líklega hefur það ekkert að segja en ég get þá allavega sagt sjálfri mér að ég hafi gert það sem í mínu valdi stóð.

    Posted by: Eva | 22.11.2011 | 11:06:15

Lokað er á athugasemdir.