Þú mátt fá’ana því ég vil ekki sjá’ana

rassEinhverntíma í síðustu viku heyrði ég (í fréttum RÚV) sagt frá könnun sem sýndi að mjög hátt hlutfall bandarískra telpna á grunnskólaaldri (mig minnir allt að 40% 10 ára stúlkna) töldu sig vera of feitar. Þetta hljómar skelfilega. Erum við virkilega búin að innræta börnum staðlaðar ímyndir um það hvernig fólk eigi að líta út, svo freklega að þau þjáist af óþarfa útlitskomplexum strax í grunnskóla? Á fréttinni var allavega ekkert annað að skilja.

Eða er málið flóknara? Getur kannski verið að hluta skýringarinnar sé að leita í því að hættulega hátt hlutfall amerískra skólabarna þjáist raunverulega af offitu? Er hugsanlegt að hluti þessara litlu telpna sem „halda“ að þær séu of feitar, hafi bara þokkalega raunhæfa sjálfsmynd? Sé það rétt tilgáta að þessi könnun nái einnig til þeirra barna sem róa í spikinu, hvernig stendur þá á því að það kom ekki fram í fréttinni?

Ég er ekkert hrifin af því að sjá litlar stúlkur klæða sig eins og kyntákn og auðvitað eiga grunnskólabörn ekki að keppa í megrun. Hins vegar má líka velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á heilsufar vesturlandabúa ef nokkrir fituhlunkar yrðu kyntákn og fyrirmyndir unglinga. Ég er ekki með myndir af Britney Spears uppi á vegg hjá mér en mikið finnst mér gott mál að litlu frænkur mínar vilji frekar líkjast henni en renisansgyltunum. Ég segi ég nú bara hjúkket.

One thought on “Þú mátt fá’ana því ég vil ekki sjá’ana

  1. —————-

    Ljúfa said…

    Það getur svo sem vel verið að ástandið sé svona í Bandaríkjunum en ég hef á tilfinningunni að sömu sögu sé ekki að segja um Ísland, það heyrir eiginlega til undantekninga að maður sjái of feitt barn á þessum aldri. Drusluvæðing og átröskun ungra stúlkna eru hins vegar vandamál, mér var illa brugðið þegar átta ára frænka mín sagði að sig langaði í svarta blúndusamfellu (þetta var fyrir c.a. 13 árum), einhverjar stelpur í hennar bekk ættu svoleiðis. Ég er ekki viss um að Britney, Spice girls og Birgitta Haukdal séu mjög slæmar fyrirmyndir, það eru frekar við foreldrarnir sem erum ekki að standa okkur í að innræta börnum okkar sjálfsvirðingu.3:16 AM

    —————-

    sapuopera said…
    Ég held nú ekki að það kallist undantekning ef börn er of feit Ljúfa. Þegar systurdóttir mín var 10 ára voru 2 börn af 12 í bekknum hennar beinlínis grönn, 2 voru ekki feit en þó með það mikil hold að ástæða hefði verið til að fylgjast vel með mataræði þeirra og 8 þeirra voru langt yfir kjörþyngd. Þetta er vonandi sérstakt en þegar ég var lítil var aðeins 1 barn af hverjum 20 feitt. Það er svo jafn slæmt ef börn svelta sig til að halda einhverri ímynd.10:29 PM

     
    —————-

    Ljúfa said…

    Kannski það, sonur minn er á nokkuð stórum leikskóla og ég minnist þess ekki að hafa séð eitt einasta barn þar sem stefnir í offitu en það getur reyndar ýmislegt gerst á nokkrum árum. Það er mikið af börnum í hverfinu þar sem ég bý en ekkert þeirra er feitt, það fer einmitt gríðarlega í taugarnar á mér að sjá of feit börn vegna þess að það er algjör óþarfi. 7:20 AM

Lokað er á athugasemdir.