Þrisvar sinnum Y

Y er fegurstur bókstafa. Þau orð hljóta því að vera óvenju fögur sem geyma óvenju mörg y. Ég bað fésverja um tillögur að íslenskum orðum þar sem þrjú y koma fyrir. Þurfa ekki endilega að vera í orðabók en þurfa að hljóma nógu eðlilega til þess að geta verið nothæf. Þetta er útkoman:

  • Fyllibyttufyndni
  • Fyllibyttulykt
  • Fyllibyttumynd
  • Fyrirhyggjuleysi
  • Fyrirmyndarbyggð
  • Fyrirmyndarfjölskylda
  • Frystigeymslulykill
  • Kyngervisfyrirmynd
  • Kynjafyrirmyndir
  • Lyfleysueyðing
  • Myndasyrpukynning
  • Syndayfirhylming
  • Skynbreytingarlyf
  • Skyndikynnaleysi
  • Skyndikynnasyndir
  • Yfirþyngdarlyftingar
  • Yngismeyjafnykur
  • Yngismeyjaryndi
  • Þyngdarleysisfyrirbæri

Vafasöm en gætu samt kannski gengið í skrafli á þriðja bjór:

  • Byggingarmyndakynning
  • Byssuskyttumynd
  • Fyllibytturykti
  • Leyndarhyggjuhygli
  • Leyndarhyggjufylgni
  • Skyndikynnafnykur
  • Skyrmysubytta
  • Yfirbyggingarfyrirbæri
  • Yfirheyrslusyrpa
  • Yfirfyllibytta
  • Ylyrðisyndi
  • Yngismeyjamyndir
  • Yngismeyjayfirsjónir