Þrettándaboðið

Ég ætti kannski að strengja fleiri áramótaheit. T.d. að finna mér heppilegri hárgreiðslu á þessu ári. Þetta lítur ekki nærri eins illa út í spegli og á mynd en ég trúi myndinni. Sýnist á öllu að nefið líti út fyrir að vera ennþá stærra ef maður tekur myndina neðan frá.

Þetta var óvenju koksað þrettándaboð. Einar lasinn en stóð sig samt eins og hetja. Finna og Baldur féllu úr leik vegna veikinda. Eiríkur og Arndís komust heldur ekki. Við sitjum uppi með ósköpin öll af mat.

Myndirnar eru hver annarri ömurlegri. Ég er sennilega eina manneskjan í heiminum sem get ekki tekið myndir á símamyndavél. Sé ekki skjáinn (þarf sennilega að fara að ganga með gleraugu) Sjálfvirka flassið virkar ekki rassgat.