Þeir eru búnir að svara þessu

Það hafa engin skilyrði verið sett fyrir láninu heldur verða þau sett eftir þörfum. Ríkisstjórnin fær ‘ráðgjöf’ og ef hún fer ekki eftir ráðunum og finnur heldur ekki aðra leið til að borga, þá verða sett skilyrði, alveg eins og í öllum hinum löndunum sem hafa misst ríkisfyrirtæki, auðlindir og sjálfstæði sitt í klær amerískra stórfyrirtækja með milligöngu AGS.

Við þurfum samt ekki að hafa neinar áhyggjur því þetta reddast allt með hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði.

mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið