Það sem Jón Steinar gleymir

Þetta er alveg rétt hjá Jóni Steinari en hann gleymir því að margir þeirra sem taka lán hafa árum saman unnið svokölluð lálaunastörf, sem merkir að hann leggur á sig meiri vinnu en sanngjarnt getur talist miðað við þá umbun sem hann fær. Niðurfelling skulda gæti verið ein leið til að leiðrétta þá skekkju sem skapast við það.

Hann gleymir því líka að þar sem svokölluð verðtrygging viðgengst, neyðist fólk til að skuldsetja sig án þess að hafa nokkra hugmynd um hversu háa upphæð það þurfi að greiða í framtíðinni.

Þegar búið er að laga þessi tvö vandamál, getum við talað um að það sé óréttlátt að láta þá ríku taka á sig hluta af skuldum hinna fátæku.