Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa

Launtakar og vinnuþegar

spaugÞað hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa