Að vera gjaldþrota

jakki-151-643x1024Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?

Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.

En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?

Halda áfram að lesa

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV)
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna.

Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja land ganga með ökklabönd. Halda áfram að lesa