Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Baráttumál Vantrúar

Enn eitt dæmið um fullkomið skilningsleysi á baráttumálum vantrúar. Vantrúarmenn eru ekki í baráttu fyrir rétti sínum til að trúa ekki á Gvuð, heldur því að fá að vera í friði fyrir trúboði. Þeir berjast gegn því að hið opinbera, menntakerfið og fjölmiðlar haldi á lofti, styrki og styðji hugmyndir sem standast enga vísindalega skoðun. Það má vissulega deila um hversu smekklegt orðfar þeirra er en mikið er ergilegt að sjá fólk sem ætti að fatta þetta, beina stöðugt athyglinni að einhverjum vafasömum ummælum fremur en málstaðnum sjálfum.

Það er málið

Auðvitað fer það ekki í taugarnar á nokkrum manni þótt fólk spili bingó á Austurvelli. Þeir eru heldur ekki margir sem taka það nærri sér þótt fólk beiti borgaralegri óhlýðni til að mótmæla jafn fáránlegum lögum og þeim að bingó skuli bannað á tilteknum degi. Það sem raunverulega fer fyrir brjóstið á ótrúlega mörgum er að þetta skuli gert í nafni félagsskapar sem vill að lög um trúfrelsi verði virt, að meðlimir Þjóðkirkjunnar greiði sjálfir fyrir sitt áhugamál og að fjölmiðlar hætti að halda úti ókeypis auglýsingarstarfsemi fyrir gervivísindamenn, gagnrýnislaust.