Bjarni stóð sig vel

Aðdáendur Bjarna Ben tala nú um að hann hafi „staðið sig vel“ í Kastljósinu.

Ég get tekið undir það, að því gefnu að það að „standa sig vel“ merki:
– að taka þátt í verulega vafasömum viðskiptagjörningum og útmála svo sjálfan sig sem fórnarlamb fjölmiðla þegar þeir velta upp óþægilegum túlkunamöguleikum
– að hafna því að maður eigi aðild að viðskiptum sem maður hefur sjálfur undirritað
– að afneita því af fullkomnu samviskuleysi að nokkuð sé athugavert við atburðarás sem allt fólk með snefil af réttlætiskennd finnur skítalyktina leggja af langar leiðir
– að halda því fram af sannfæringu að tap upp á milljarða á milljarða ofan sé frábær árangur.

Ég hef séð hrekkjusvín í 8. bekk taka meiri ábyrgð á gjörðum sínum en tilvonandi forsætisráðherra Íslands. Margir virðast líta svo á að það að geta haldið uppi kjaftavaðli með buxurnar þungar af kúk, jafngildi því að „standa sig vel“. Heima hjá mér heitir það einfaldlega að kunna ekki að skammast sín.