Bein aðgerð

Þetta er dæmi um beina aðgerð.

Hér eru á ferð ungir menn sem bíða ekki eftir því að ríkisvaldið leiðrétti reglu sem þjónar engum tilgangi og býður upp á persónunjósnir, heldur grípa sjálfir til aðgerða sem valda andstæðingum þeirra óþægindum. Mér finnst það gott hjá þeim.

Húsráð

skráargatSérstakur hópur manna ku vera að vinna að því hvernig hægt verði að opna þessi hlerunarmál úr kaldastríðinu, segir Geir.

Hvað um gamla góða húsráðið að hætta þessum hallærislegu undanbrögðum og finna „sérstökum hópi manna“ einhver þarfari verkefni? Af hverju þarf hóp manna til að finna einhverja sérstaka aðferð til að rétta fræðimönnum pappíra sem almenningur á fullan rétt á að fá að sjá?

Hafa menn annars nokkuð að fela?