Píslarhetjurunk

Endur fyrir löngu harðneitaði ég að nota lyndistákn í samræðum á netinu. Fannst þau óþörf og asnaleg. Vinum og vandamönnum þótti þessi sérviska mín óþægileg. Oft fannst fólki geta leikið vafi á því hvort ég væri að tala í alvöru, hæðast að einhverjum eða geta góðlátlegt grín. Mér fannst það reyndar kostur en ég var víst ein um þá skoðun. Halda áfram að lesa

Lifandi satíra

Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:

Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.

Halda áfram að lesa

Dylgjur Páls Magnússonar í garð Álfheiðar Ingadóttur

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir gagnsæi varðandi viðbúnað við hryðjuverkaógn. Þetta finnst Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, alveg stórfurðulegt.  Gagnsæi gæti nefnilega gagnast hryðjuverkamönnum. Halda áfram að lesa

Kærurnar á hendur Útvarpi Sögu

Ætli þeir sem kærðu Sögu-liðið reikni með þeim möguleika að sýknudómar falli? Og ef svo færi, getur verið að sakborningar og aðrir af þeirra sauðahúsi túlki það þannig að þeim sé óhætt að ganga lengra?

Mér finnst gjörsamlega fráleitt að kæra þetta og miðað við dómaframkvæmd Hæstaréttar og MDE er harla ólíklegt að þessi ummæli verði flokkuð sem hatursorðræða. Enda yrði þá illa komið fyrir tjáingarfrelsinu. Mér finnst líklegast að hugmyndin sé bara sú að láta reyna á þetta. Það er ekki hlutverk dómstóla að gefa lögfræðilegt álit án þess að tiltekið mál sé til úrlausnar svo það þarf að draga einhvern fyrir dóm.

Ég tek fram að mér finnst Útvarp Saga fullkomlega viðbjóðsleg útvarpsstöð. Þetta er fyrirtæki sem er augljóslega rekið með því markmiði að vera vettvangur fyrir kynþáttahatur og niðingsskap gagnvart minnihlutahópum. En það réttlætir nú samt ekki að fólk sé dregið fyrr dóm fyrir það eitt að vera fyrirlitlegir asnar.