Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

kirkjan

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Halda áfram að lesa

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

tjaning

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.

Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

http://www.cartoonstock.com/Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að það sem almenningur má sjá af þessari skýrslu eru eingöngu beinar tilvitnanir í fjölmiðla. Halda áfram að lesa

Klámlaus kynjamismunun

299ed9e4a2d51647728e779b5628de66

Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru “að ríða” var mér allri lokið. Móðir mín harðneitaði að fjarlægja klámmyndina sem hún sagði að væri hreint ekkert klám. Hvor okkar hafði rétt fyrir sér? Halda áfram að lesa

Má karl flengja konu sína ef hún undirritar samkomulag?

Til er fólk sem setur ofbeldisskilmála inn í hjúskaparsáttmála sinn. Eða kannski er ofbeldi ekki rétta orðið, þar sem ekki er um ofbeldi að ræða þegar upplýst samþykki liggur fyrir. Líkamleg tyftun verður nú samt ofbeldi um leið og viðfang meiðinganna dregur samþykki sitt til baka, þannig að jú, við getum kallað þetta ofbeldisskilmála. Halda áfram að lesa