Deit

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var svona stressuð en ég var komin með munnþurrk um 5 leytið og farin að skjálfa í hnjánum kl 6. Ekki var það djúpstæður höfnunarkvíði eða óviðráðnleg eftirvænting. Frekar eins og frammistöðukvíði. Þetta stress var einkum flippað fyrir það að ég hafði reiknað með því að hann vildi ekkert við mig tala en svo þegar ég fékk það sem ég vildi -og allt á tárhreinu, fannst mér einhvernveginn eins og ég væri til sýnis fyrir hann en ekki hann fyrir mig. Halda áfram að lesa

Maðurinn sem vildi að dóttir sín yrði Íslandsmeistari

Einu sinni fyrir mörgum árum var ég næstum búin að eignast kunningja sem hét Indriði (hann hét reyndar ekki Indriði en það nafn lýsir honum miklu betur en hans eigið nafn svo ég nota það bara). Indriði var frekar klikkaður eins og flestir sem ég kynntist á þessum tíma bara ponkulítið of galinn til að ég vildi gera hann að almennilegum kunningja. Halda áfram að lesa

Náin kynni

Maður nokkur telur að náin kynni gætu leitt til þess að hann yrði ástfanginn af mér. Reyndar er það nú mín reynsla að þeir menn sem verða ástfangnir af mér eru undantekningalaust menn sem ég hef EKKI boðið upp á líkamlegt samneyti og mig rennir í grun að þarna séu einhver orsakatengsl. Þeir eru svo miklir veiðimenn í sér, þessar elskur. Eiginlega er hinn dæmigerði karlmaður einn eilífðar veiðimaður með titrandi tár. Halda áfram að lesa

Uppeldi

Í kjölfar Kastljóssþáttar á dögunum hefur ný og árangursrík uppeldisaðferð verið í hávegum höfð á mínu heimili.

Ég skal bara láta þig vita það gæskur að ef þú sýnir ekki bróður þínum fyllstu kurteisi/ tekur til í herberginu þínu eigi síðar en í hvelli/ lætur af þessari geðillsku þegar í stað, þá skal ég að mér heilli og lifandi setjast niður með þér og ræða við þig um endaþarmsmök!

Þetta skítvirkar. Gargandi snilld.

Að vilja ekki festast

Ég veit að mörgum finnst það óskynsamlegt að vilja ekki binda sig í vinnu á einum stað. Það er heldur ekkert gallalaust. Það merkir að stundum verður maður bara vessgú að taka því sem býðst þá stundina og maður getur ekkert alltaf reiknað með góðum launum. Verður líka svolítið flóknara ef maður er á föstu, þeir hafa svo mikla öryggisþörf þessar elskur. Halda áfram að lesa