Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Hanna(mbl

Mynd: mbl,is/Hanna

– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Þetta eina sem þingheimur náði samstöðu um

Í dag eru margir reiðir.

Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta?

Það er ósköp skiljanlegt að þeir sem kusu Samfylkinguna og VG séu í sárum en í allri þessari reiði yfirsést mönnum nokkuð stórkostlegt og undursamlegt; það að þrátt fyrir allt lauk störfum þingins í samhug og einingu sem á sér varla fordæmi í Íslandssögunni. Að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum, sameinuðust þingmenn allra flokka loks í verkum sínum, og eins og til að undirstrika það viðhorf að ríkisstjórn eigi að hlusta á mótherja sína á Alþingi, sáu stjórnarflokkarnir sjálfir um að eyða stjórnarskrármálinu á meðan þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Aldrei frá því að ég fór að fylgjast með fréttum hef ég séð skapast á Alþingi jafn skýra, þverpólitíska afstöðu um eitt mál: Það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að ráða.tj

Þegar þögnin jafngildir neitun

Það má endalaust deila um það hvort kosningaþátttaka sé nógu góð og hvernig túlka beri þá ákvörðun að sitja heima en mér finnst ósanngjarnt að afgreiða þá ákvörðun með heimsku og/eða áhugaleysi. Fólk getur séð það sem pólitíska ákvörðun að taka ekki þátt í kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn vinur minn sem mætti ekki á kjörstað orðaði ákvörðun sína þannig: Halda áfram að lesa