Þannig lýsir spilling sér

Ég fann þessa fallegu mynd af lýðræðinu hér
Ég veit ekki hver setti hana saman

 

Skömmu fyrir jól birti þingmaður nokkur Facebook-færslu þar sem hann undrast umræðuna um spillingu á Alþingi. Hann verði lítið var við spillingu þar á bæ og skilji ekki hvernig hún ætti eiginlega að lýsa sér. Halda áfram að lesa

Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus

Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.

Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa

Af huglægri getu minni og Páls Magnússonar

Þar sem ég bý yfir huglægri getu til að auka færni mína í því að lesa úr töflum, er ég að hugsa um að sækja um valdastöðu í bankakerfinu. Aukinheldur dugar huglæg geta mín nú þegar til að ráða krossgátur, svona ef skyldi vera dauður tími á milli þess sem ég sel vinum mínum banka og les gögn úr töflum og myndum. Það fyrir utan er ég alveg rosalega góð í því að vera persóna og mun því vafalaust skora mjög hátt á persónuleikaprófi. Og svo kann ég líka alveg að skrifa bréf.

Fínimenn geta nú ekki verið alveg þurrbrjósta

Eiga Íslendingar ekki besta vatn í heimi? Nei, reyndar ekki en væri ekki upplagt að reyna að viðhalda þeirri goðsögn? Ég…

Posted by Eva Hauksdottir on 27. janúar 2011

Sláandi undirskriftasöfnun

: Hvað segir það okkur um pólitískt ástand í landinu þegar almennir borgarar sjá sig knúna til að biðja alþingismenn að undirrita yfirlýsingu um að þeir ætli að setja hagsmuni lands og þjóðar ofar sínum eigin?

Posted by Eva Hauksdottir on 28. janúar 2010

Og sómi þinn líka

Vegna þess að í hjarta hvers manns býr lítill eiginhagsmunaseggur og hann er mjög fær í því að ljúga að sjálfum sér. Vegna þess að allt hefur sinn verðmiða. Vegna þess að það getur hent hvern mann að selja sál sína og sannfæringu óafvitandi. Vegna þess að flestir telja sig betri manneskjur en þeir raunverulega eru. Halda áfram að lesa