Afnemum skólaskyldu

Stærðfærðitími eftir Leonóru Dan

Þegar ég segist vilja afnema skólaskyldu rekur fólk upp stór augu. Eða þá að það rúllar augunum. Hugmyndin þykir fráleit. Menn sjá fyrir sér hroðalegt óreiðusamfélag þar sem stór hluti þýðisins er ólæs og gerir helst ekkert annað en að spila tölvuleiki og reykja hass. Halda áfram að lesa

Er skólaskylda nauðsynleg?

Jón Gnarr nefnir möguleikann á því að afnema skólaskyldu og eins og venjulega þegar anarkískar hugmyndir ber á góma, grípur fólk um hjartað og sér fyrir sér allsherjar kaos. Dettur helst í hug að skólanir verði skyndilega opnaðir og börnunum hleypt út eins og kúm að vori, Fermingjardrengir látnir taka afstöðu til þess hvort þeir ætli að gefa frekara nám upp á bátinn og snúa sér þess í stað að fíkniefnaneyslu af fullum krafti. Mæður neyðast til að hætta í vinnunni til að koma heim og sinna uppfræðsluhlutverkinu og smábörn einangrast félagslega. Og þar sem það gengi ekki til lengdar að troða konum aftur bak við eldavélina myndu spretta upp einkaskólar og tilheyrandi kapílísk mismunun. Halda áfram að lesa