Ef skólaskylda yrði afnumin?

Hvað ef skólaskylda yrði afnumin?

Ég á ekki við að krökkum í 8. bekk yrði einn góðan veðurdag tilkynnt að þau réðu því sjálf hvort þau mættu í skólann. Mér þætti meira vit í að afnema skólaskyldu á 10 árum. Hún yrði þá fyrst afnumin í 1. bekk og svo næsta ár héldist skólaskylduleysið hjá þeim börnum (sem þá væru í 2. bekk) og yngsti hópurinn bættist við. Hinu opinbera bæri eftir sem áður skylda til að tryggja öllum skólavist, munurinn yrði sá að það væri sett í hendur foreldra hvort þeir vildu sinna menntun barna sinna sjálfir eða láta skólakerfið um hana.

Teljið þið að þetta myndi breyta einhverju? Hverjar yrðu þær breytingar? Hver yrðu helstu vandamál og hverjir yrðu kostirnir?

 

Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?

Mér finnst vera tímaskekka að kenna börnum að steikja hamborgara í skólum. Heimilisfræði ætti að miða að því að gera heimilin betri. Það væri t.d. gagnlegt að kenna börnum eitthvað um fjármál.

Það tekur þá sem ekki skilja fjármálakerfið ótrúlega fá mistök að lenda í vítahring of hárrar greiðslubyrði með tilheyrandi vaxta- og innheimtukostaði. Það er engin hætta á því í nútímasamfélagi að börn læri ekki að verða sér úti um máltíð en margir læra aldrei að fara með peninga.

 

Óður til letinnar

Letingjar eru í senn nytsamar verur og skaðlegar.

Þúsund þakkir, þið sem eruð mér ósammála en dreifið pistlunum mínum samt af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur. Þið eruð æði.

Og þið sem eruð mér sammála en skammið mig af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur, þið eruð líka æði. Án ykkar myndi engin hjarðmennska þrífast.

Umræður

Feitabollufemínisma í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar

feitÞessi færsla tilheyrir pistlaröð sem  fjallar um Kennivald kvenhyggjunnar. Til þess að draga fram þau sjónarhorn á jafnréttismál sem feministar eru að reyna að innleiða í skólakerfið, er tilvalið að skoða Kynungabók, kennslubók fyrir unglinga skrifaða á forsendum feminisma og mótunarhyggju. Halda áfram að lesa

Kynungabók og vinnumarkaðurinn

skúra
Í fyrri pistlum um Kynungabók, gagnrýndi ég það hve lítið vægi hún gefur stærstu vandamálum karla og drengja. Í fjölskyldukaflanum er ekkert fjallað um veika stöðu feðra í forræðismálum og í skólakaflanum er sá mikli fjöldi drengja sem þrífst ekki í skóla ekki einu sinni til umræðu. Á vinnumarkaði hallar meira á konur en karla svo það er kannski eðlilegra að þar sé sjónarhorn kvenna ríkjandi. Engu að síður hef ég nokkrar athugasemdir. Eða eiginlega margar. Halda áfram að lesa