Að gefa ríkisstjórninni séns

268813_10201141269924005_734261846_nÞeir sem benda á ósamrýmanleg markmið og ótrúverðugan málflutning formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá gjarnan tilmæli um að „gefa ríkisstjórninni séns“.  Tortryggni í garð ríkisstjórnarflokkanna er afgreidd sem neikvæðni. Mig rekur reyndar minni til þess að sama gagnrýni frá sama fólki hafi fengið sömu einkunnir á árunum fyrir hrun. Efasemdir um ágæti þenslunnar voru sagðar svartagallsraus og nöldur.

Halda áfram að lesa

Silfurskeiðabandalaginu er sama um þig

merida-makeover-disney-petition-w724-289x300Góðæri framundan, hæhó jibbýjei, nú er víst óhætt að hefja partýið aftur.

En veistu hvað; markaðsráðgjöfum Disney er sama um ímynd Meridu. Markmið þeirra er ekki að virða listaverk, hvað þá að vinna gegn staðalmyndum, heldur að græða eins mikla peninga og mögulegt er. Eigendur Disney myndu setja skegg á Pétur Pan og gera Öskubusku að feminista ef þeir héldu að það skilaði meiri gróða. Halda áfram að lesa

Því þeir vita hvað þeir gjöra

Þótt ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hafi enn ekki verið mynduð er Framsóknarflokkurinn samt strax búinn að afreka það að svíkja eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt, loforð sem vafalítið skýrir drjúgan hluta af skyndilegri fylgisaukningu flokksins. Þetta kosningaloforð má sjá í stefnuskrá Framsóknarflokksins en þar er eitt markmiðanna að: Halda áfram að lesa

Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda

Myndin er eftir Gunnar Karlsson

Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst verður komist hafa hjónaleysin  lítið rætt stefnuna en þess í stað einbeitt sér að gagnasöfnun. Sumir hefðu kannski talið þörf á að ljúka þeirri vinnu áður en kosningaloforð eru gefin en “Wild Boys” gera hlutina á sinn sérstaka hátt. Halda áfram að lesa