Skrópaþinglingur

Ég hef oft verið spurð hvort mér hafi aldrei dottið í hug að bjóða mig fram til þingsetu. Fyrir utan efasemdir mínar um ágæti þessarar stofnunar gæti ég ekki hugsað mér að eyða meirihluta dagsins í fundasetur. En fyrst þingmenn þurfa ekkert að mæta í vinnuna þá ætti ég kannski að íhuga það? Hversu léleg þarf mætingin að vera til þess að skrópagemlingar á þingi þurfi að gefa fjölmiðlum skýringar?