Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil

 

Lúxusvandamál dagsins

Hversvegna er allt í einu orðið svona erfitt að fá ljósar sokkabuxur? Það er nánast sama í hvaða búð maður fer, það eru bara til svartar og brúnar. Er þetta einhver tíska eða hvað? Mér finnst ekki fínt að vera með andlit og hendur bleiknefja en fótleggi eins og sandnegri.

Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Helsi

Stundum líður mér fáránlega vel. Finnst ég njóta fullkomins öryggis og fullkomins frelsis í senn, En það verir bara nokkra klukkutíma í senn. Svo verð ég hrædd.

Ég tengi öryggi við helsi. Þarf svo sárlega á tilfinningalegu öryggi að halda en er um leið svo logandi hrædd við að missa sjálfstæði mitt að um leið og ég finn að mér er farið að líða virkilega vel, verð ég hrædd

Eitt stykki þarfagreining

Sigmund Freud sagði eitt sinn að eftir þriggja áratuga rannsóknir á mannlegu eðli gæti hann enn ekki svarað spurningunnni; hvað vilja konur eiginlega? Reyndar læknaði Freud ekki einn einasta sjúkling heldur (allavega lauk hann aldrei meðferð) svo kannski var hann ekki sérlega góður sálfræðingur þótt hann væri vissulega brautryðjandi. Halda áfram að lesa

Vó!

hello_kitty_3
Ég var að leita að hello kitty mynd til að skreyta afmælistertuna hennar Leónóru og datt niður á þessa síðu.

Ég er að reyna að sjá fyrir mér upplitið á brúðkaupsgestum og á brúðgumanum sjálfum þegar daman kemur arkandi inn kirkjugólfið í einhverjum þessara kjóla.

Ætli það hafi verið reynt í alvöru?

 

Feðgar í Vesturbænum

-Fokk Anna, við erum búnar að ná árangri. Ég var að vonast til að sjá framför á einum mánuði en á bara einni viku erum við búnar að ná raunverulegum, áþreifanlegum árangri.
-Hahh! Þú sagðir að við ættum ekki að monta okkur of fljótt. Við ættum að meta okkur eftir árangri og ég get nú bara sagt þér það að ef ég væri ég þætti mér full ástæða til að vera ánægð með mig.

Og svo montuðum við okkur dálítið meira.