Vanhugsuð málsókn gegn Kjararáði

Það er ekki eins og hækkanir fyrir þá sem þurfa þær ekki sé eitthvað nýtt

Nú er boðað til mótmæla gegn ákvörðun sem Kjararáð tók í samræmi við lög og pólitíska stefnu þeirra stjórnmálaafla sem meirihlutinn hefur fengið völd til að halda áfram að reka stefnu sem miðar að æ meiri misskiptingu auðs. Þvílík kómitragedía.

Fólk virðist ekki átta sig á samhenginu: Stéttaskiptingin er ekki Kjararáði að kenna heldur þeim stjórnmálaöflum sem lengst af hafa haft völd. Þar með er ég ekki að segja að þeir sem sitja í Kjararáði séu sérstakir sómamenn, en hættum að einblína á þessa birtingarmynd misskiptingarinnar, rótin er ekki þar.

Nú hefur Jón Þór hótað að draga Kjararáð fyrir dóm. Gott og vel, það er hugsanlegt að  Kjararáð hafi brotið gegn almenningi í landinu og þá bara gott að fá það á hreint. En þetta er ekkert einfalt. Setjum sem svo að komi í ljós að þessi hækkun hafi verið ólögmæt – hvað ætla menn þá að gera í þessu með sambærilega launahækkun sem dómarar fengu fyrir 3 gullfiskaferðum um fiskabúrið? Taka hana af þeim líka? Láta þá endurgreiða það sem þeir hafa fengið? Sorrý Jón Þór en þetta er bara ekki að fara að ganga upp.

Eitt þessu tengt sem mig langar að nefna: Þegar rætt er um laun Alþingismanna heyrist gjarnan „auðvitað eiga þingmenn að vera á góðum launum – en …“ Get ég fengið skýringu á því hvað er svona auðvitað við það að þingmenn eigi að vera á góðum launum? Af hverju er það sjálfsagðara en að t.d. starfsfólk sjúkrahúsa og þeir sem vinna við matvælaframleiðslu séu á góðum launum?

 

 

Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Það er enginn skortur á iðjulausu fólki á fullum launum, það heita bara biðlaun en ekki borgaralaun og eru einungis í boði fyrir fólk sem hefur ekkert með meiri peninga að gera.

Einnig er nokkuð um að fólk sé á fullum launum við störf sem ekkert gagn er að og í sumum tilvikum til óþurftar. Það mætti leggja þau störf niður og jafnvel heilu stofnanirnar.

En sennilega er það ekki aðallega kostnaðurinn sem mönnum svíður, heldur er það hugmyndin um að fátæklingar geti leyft sér að gera áhugamál sín að meginviðfangsefni og kannski atvinnu, sem er svona óbærileg.

Gullauga þjóðarinnar

bessastadir-688x451
Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Tákn um það sem við getum öll sameinast um. Eins og við sameinuðumst um Kristján Eldjárn, eða a.m.k. þessi 65% sem kusu hann. Alveg eins og 34% þjóðarinnar sameinuðust um Vigdísi Finnbogadóttur. Þau voru tákn sameiningar þessi tvö. alveg eins og aðrir þjóðhöfðingjar og þjóðarleiðtogar. T.d. Pútín og Margrét Danadrottning. Halda áfram að lesa

Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni

kastljos-688x451

Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa

Stríð gegn engu

Islam er í Evrópu og hefur verið í Evrópu í meira en þúsund ár, flestum að meinalausu. Það er jafn vonlaust, þarflaust og klikkað að ætla að berjast gegn islam eins og að berjast gegn samkynhneigð.

Posted by Eva Hauksdottir on 28. febrúar 2016