Arabar berja konur og börn – óþægileg staðreynd

Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.

Halda áfram að lesa

Ofbeldi leysir vandamál

Einhver alvitlausasta rökvilla nútímans er sú að ofbeldi leysi engin vandamál. Ofbeldi leysir vandamál. Það er þessvegna sem það nýtur hvílíkra vinsælda.

Að vísu skapar ofbeldi oft fleiri vandamál en það leysir en það eru oftast:
a) vandamál sem einhver annar þarf að leysa
b) síðari tíma vandamál
c) tilbreyting frá vandamálinu sem varð til þess að gripið var til ofbeldis.

Ofbeldi er hagnýt lausn sem veitir útrás og páerkikk. Eina ástæðan til að nota tímafrekari aðferðir til að fá sínu framgengt er sú að ofbeldi er ómannúðlegt og elur af sér sjálfsbjargarleysi, grimmd og óhamingju.