Er vöruúrval fátæklegra eftir umsvif Baugs?

Kunningi minn heldur því fram að þótt vörumerkjum hafi fjölgað, hafi nú samt sem áður verið fjölbreyttara vöruúrval í íslenskum matvörubúðum fyrir tilkomu Baugs, ef maður lítur á yfirflokkana. Það hafi kannski bara verið til eitt vörumerki af hverri tegund en allskyns matur sem nú er ófáanlegur, svosem niðursoðnar ansjósur og enskt sinnep, hafi verið í boði. (Reyndar eru niðursoðnar ansjósur fáanlegar og hægt er að kaupa duft í enskt sinnep.) Halda áfram að lesa

Þjónustuver Satans

Fyrir ca ári flutti ég Nornabúðina að mestu leyti frá Símanum og yfir til OgVodafone. Það voru góð umskipti og gæfurík. Ég ætlaði mér að flytja heimasímann og allt draslið þangað líka en þegar ég losnaði undan samningnum við Satan, komst ég að því að OgVodafone býður ekki upp á þann möguleika að vera með sjónvarpið tengt í gegnum netið. Halda áfram að lesa

Einn skammt af slöppum?

Hvaða hálfapa datt í hug að láta sjoppuafgreiðslufólk setja franskar kartöflur í loftþétta poka „til að halda á þeim hita“?

Líklega þeim sama og fann út að besta leiðin til að kæla gosdrykki væri sú að fylla glasið af muldum ís. Ég drekk reyndar ekki gos sjálf, hvorki vantsþynnt né óþynnt en gufusoðnar franskar, það eru nú bara helgispjöll. Gott ef ekki guðspjöll.