Vitanlega …

Það mátti litlu muna að ég missti mig í jákvæðni yfir hagstæðu verði á lárperum. En vitanlega reyndust þær allar ýmist trénaðar eða skemmdar, flestar þó hvorttveggja.

Posted by Eva Hauksdottir on 7. janúar 2015

Áfram með smérið

Ég hef hreinlega ekki nennt að fylgjast almennilega með. Hefur einhversstaðar komið fram skýring á því hvernig hindrun á innflutningi á smjöri á að koma í veg fyrir smjörskort?

Posted by Eva Hauksdottir on 4. janúar 2014

Verður kartöflurækt einokuð?

Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi.

Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um það hvernig kapítalisminn snýst beinlínis gegn viðskiptafrelsi og maður þarf ekki að vera sérstakur aðdáandi „samsæriskenninga“ til að gruna að slíkar reglur séu settar með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Halda áfram að lesa

Þrjúþúsund sjöhundruð níutíu og sex

Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég hef búið þar.) Ég fann þessar vörur ekki á svipuðu verði í Reykjavík. Stuttu síðar birtust fréttir af því að á Íslandi væri  innkaupakarfan ódýrust á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Halda áfram að lesa