Tjáningarfrelsið varið

Gott mál. Það er mikilvægt að gera greinarmun á innihaldsrýru skítkasti og alvöru ærumeiðingum og hótunum. Skammarlegt að fyrirtæki séu að eltast við fólk sem rífur kjaft á netinu.

Posted by Eva Hauksdottir on 2. febrúar 2016

Sömu dómarar rassskelltir aftur og aftur

Í síðustu viku vann blaðakonan Erla Hlynsdóttir mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Þetta er í þriðja sinn sem Erla vinnur mál sem snertir mörk tjáningarfrelsis og meiðyrða fyrir MDE og Björk Eiðsdóttir vann sambærilegt mál árið 2012.

Þetta nýjasta mál Erlu er 16. málið gegn íslenska ríkinu sem Mannréttindadómstóll Evrópu tekur til meðferðar og það 13. sem íslenska ríkið tapar. (Hér má sjá tölur frá 2014.) Tornæmi Hæstaréttar fer nú að verða dálítið þreytandi. Halda áfram að lesa

Arnar Þór Jónsson í ruglinu

Nú get ég ekki sagt neitt um líkurnar á því að MDE vísi kærunni frá en mér finnst undarleg hugmynd að menn sem hafa…

Posted by Eva Hauksdottir on 14. febrúar 2015