Af rassgötum og tussum

Ég nota orðið rassgat sem vægt blótsyrði, svona til að gefa til kynna að mér sé eilítið sigið í skap.
-Rassgat, segi ég ef kaffifilterinn rifnar og korgurinn rennur ofan í könnuna.
-Rassgat, hnussa ég þegar ég sé svona fyrirsagnir. Ég get líka átt það til að biðja syni mína um að rassgatast til að ganga betur um, segja að krakkarassgatið hafi skilið frystinn eftir opinn eða að einhver sem mér finnst vera of langt í burtu frá mér, búi úti í rassgati. Halda áfram að lesa

Óorð

-Finndu nafnorð sem byrjar á ó, sagði Lærlingurinn.
Mér vafðist tunga um tönn. Nóg til af ó-orðum en þau sem komu fyrst upp í hugann voru lýsingar- og atviksorð og oft var ó-ið bara forskeyti. Ósama. Ég reiknaði ekki með að hann ætti við sérnafn. Ósómi, ótti, ógn, ósk, órar… Ég var viss um að hann væri að leita að hlutstæðu orði en flest ó-orð virtust tilfinningaþrungin.
Órangútan? sagði ég hálf vandræðaleg. Halda áfram að lesa