Freudian slip

Freudian slip í glósunum mínum við gömul krossapróf. Ég hef verið í vafa um hvaða fullyrðing átti við og skrifað: Hér er rétta fullnægingin A vegna þess …

Posted by Eva Hauksdottir on 20. apríl 2017

Próflestur

Ég er ekki viss um hvort ég er að fara yfir um eða breytast í páfagauk en hvort heldur er þá er það Lagadeild HÍ að kenna.

Posted by Eva Hauksdottir on 20. mars 2017

Kódakerfið

Eva: Mig vantar kódann.Einar: 289.Eva: Hvernig er það heppilegt leyninúmer?Einar: 17 í öðru veldi. Það er svo auðvelt…

Posted by Eva Hauksdottir on 23. desember 2016

Jákvæðnihættan

Maðurinn minn er að hóta að vera jákvæður á FB. Ef það hefur þau áhrif að hann taki upp á því að nöldra heima (við erum ekki með bíl í Glasgow og hann nöldar eingöngu á netinu og undir stýri), þá neyðist ég til að pósta einhverju sem gengur fram af honum. Þannig að ef ég tek allt í einu upp á því að tala vel um Framsóknarflokkinn eða halda því fram að súkkulaði sé óhollt – þá þýðir það ekki að ég sé búin að missa glóruna, heldur bara aðgerð til að viðhalda sæluástandi á heimilnu. Til þess eru kommentakerfin að kverúlantast.

Velkomin til ársins 2015

Ég var í prófi í samningarétti í dag. Eitt verkefnanna snerist um mann sem gerði tilboð í reiðhjól. Að sjálfsögðu bréflega. Seljandinn svaraði einnig bréflega en þar sem væntanlegur kaupandi var í sumarbústað, las hann bréfið ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.  Í þessu dæmi staðfesti pósturinn að ábyrgðarbréfið hefði verið sett í lúguna kl 16.

Maður hefði nú kannski haldið að það væri ívíð áhugaverðara álitaefni hvenær tölvupóstur telst hafa borist manni.

Það má segja Lagadeild til hróss að ég hef enn ekki þurft að leysa verkefni þar sem menn senda tilboð og samþykki með bréfdúfum.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153290929207963