Krútt

Þegar naggrísamamman dó, datt elskulegri systur minni í hug að kannski mætti bjarga krílunum með því að leggja þá á spena kisumömmu í staðinn. Ég var afskaplega efins þótt kisa léti sér bara vel líka, og ég átti satt að segja alveg eins von á að þeir yrðu veikir. Sá minnsti dó á öðrum degi en hinir tveir hafa þrifist vel. Halda áfram að lesa

Tilbrigði

Tristan litli þvertekur fyrir að kunna bókmenntastórvirkið Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð. Hann söng hinsvegar fyrir mig með sama lagi, Batmann fór í bæinn. Og reyndar líka með svipuðu lagi; Kertasníkir fór til kanínu.

Allt fullkomið

Walter og Tristan bónuðu bílinn minn. Walter sá um að pússa rúðurnar og Tristan gekk á eftir honum og athugaði hvort kæmu nokkuð fingraför á rúðurnar eftir þrifin.

Kurteisi

Takk fyrir komuna, sagði Tristan litli þegar þau voru að fara heim í gærkvöld.

Minnir mig á það þegar Keli og Lindita komu með telpurnar sínar í búðina til mín. Emma fékk litla brúðu og þegar ég rétti henni hana sagði hún -segðu takk. Vel uppalin börn fá snemma á tilfinninguna hvenær er viðeigandi að sýna kurteisi, þótt nákvæm útfærsla á reglunni komi ekki alveg strax.

Ég vaknaði ekki fyrr en hálf tólf í dag en nú er ég líka að verða úthvíld. Miriam var rétt í þessu að færa mér kaffibolla. Yndislegt.

Vanur maður

Óvenjulegt að mæta í Borgarleikhúsið kl 9 að morgni en litli leikaravinur minn bauð mér á skólasýningu í morgun. María, asninn og gjaldkerarnir heitir hún. Í næsta sæti við mitt situr einn lítill. Líklega 5 ára. Vasaútgáfa af Ásgeiri litla og enginn situr við hliðina á honum. Halda áfram að lesa